Fréttir

Starfsmenn

Ný vefverslun opnuð í næstu viku - Sértilboð á fartölvum

Í tilefni þess að við munum opna nýja vefverslun í næstu viku ætlum við að taka smá forskot á sæluna og bjóða upp á fjórar sérvaldar tölvur á sérstöku tilboði fram að opnun eða meðan birgðir endast.

Innifalið í öllum tilboðum er möguleiki á að fá gögn flutt af eldri tölvu fyrir 5.900 kr. aukalega ásamt boðsmiða fyrir tvo í bíó .

Nánar...

Sumarveftilboð 2015.

sumarveftilbod

Árlega höfum við verið með sérstök sumarveftilboð en margir nýta sumarið til að undirbúa komandi vetur og því tilvalið að koma upp nýjum vef. Innifalið í tilboðinu er stöðluð grind sem er snjallsímavæn og hönnuð með góða notendaupplifun í huga, leitarvélabestun stig.1. þar sem við skráum vefinn inn á leitarvélar og stillum vefkerfið þannig að vefurinn sé sem bestur fyrir leitarvélar.

Einnig er innifalið í tilboðinu kennsla á kerfið fyrir þann starfsmann sem mun sjá um vefinn.

Tilboðið miðast við um 5 undirsíður einnig er hægt að fá ýmis sértilboð fyrir viðbótarkerfi eins og verslun ofl.  Enginn leyndur kostnaður.

Tilboðið kostar 199.900 kr M.VSK innifalið snjallsímavænn vefur, hönnun á uppstilling á myndum, 6 undirsíður og leitarvélabestun. Tilboðið rennur út 1.ágúst 2015.

Þeir sem kaupa vef af Davíð & Golíat í Júlí sem og aðra mánuði standa einnig til boða sértilboð á öðrum þjónustum hjá Davíð & Golíat. 

- Nettengingar bæði fyrirtækja og fjarvinnutengingar

- Exchange pósthýsing, Google Apps, Office 365

- Gagnahýsing og afritun

- Símaský DG Símkerfalausn 

- Almenn tölvuþjónusta og tölvuverkstæði.

Hafið samband á netspjallinu okkar eða í síma 519-9900

 

 

Nýjir starfsmenn hjá Davíð & Golíat

Vöggur Már Guðmundsson hefur verið ráðinn Kerfisstjóri Davíð & Golíat hann hóf störf 1. Júní síðastliðin. Frá árinu 2002 hefur Vöggur starfað sem kerfisstjóri og sérfræðingur hjá Íslandssíma, Vodafone og Alterna. Lengst af starfaði hann hjá Vodafone eða um 10 ár. Vöggur er í sambúð með Álfrúnu Óskarsdóttir, Lyfjafræðing hjá Vistor, og eiga þau saman einn son.

Vöggur mun sinna áframhaldandi þróun á rekstrarumhverfi hýsingalausna DG auk þess að vinna ýmis verkefni tengd netþjónustum fyrirtækisins. Hann hefur sótt ýmsa sérmenntun tengdum Símkerfum, Cisco, Microsoft ofl.

Nýlega hefur fyrirtækið einnig ráðið í vinnu eftirfarandi starfsmenn:

Elín María Þorvarðardóttir hefur hafið störf sem bókari hjá Davíð og Golíat.
Elín starfaði áður fyrir Jarðboranir hf. í útibúi þeirra á eyjunni Dominica í karabíska hafinu frá árinu 2013 við ýmis bókhaldsleg verkefni. Elín er gift Steinari Má Þórsyni og eiga þau saman dóttir og tvo syni. Elín stundar samhliða vinnu, nám við Háskólan í Reykjavík þar sem hún útskrifast sem viðurkenndur bókari.

Jón Kristinn Magnússon hefur verið ráðin í starf forritara í vef- og sérlausnum.
Jón Kristinn hefur stundað nám við tækniskólan í tölvufræði og hefur áður starfað sjálfstætt og unnið við ýmis þjónustustörf .

Ráðningarnar eru mikilvægar til að halda áfram góðu þjónustustigi við núverandi viðskiptavini sem hafa fjölgað töluvert á stuttum tíma. Einnig eru þær mikilvægar til frekari sóknar á tölvu- og fjarskiptaþjónustumarkaði.  

voggurmar

Glæsileg fartölvutilboð

Davíð & Golíat kynnir fjórar sérvaldar fartölvur sem sérfræðingar D&G telja bestu kaupin haustið 2013. Með vélunum fylgir Eset Smart Security öryggisvörn að verðmæti 10.490 kr og Davíð & Golíat Bindisbolur.  Einnig sjá tæknimenn D&G um að færa gögnin af gömlu tölvunni yfir á þá nýju.  Tölvurnar sem eru á sérkjörum henta einkum vel fyrir skóla og sem vinnutölvur. Hægt er að kynna sér betur fartölvutilboðin á vefverslun D&G með því að smella hér . Einnig er hægt að skoða tilboðin hér Toshiba Skólatilboð 2013.pdf.  
Tölvurnar eru afgreiddar í Hlíðasmára 10.  

sl-0 
 

Hlaða Meira